mið 28. júlí 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bettinelli í Chelsea (Staðfest)
Marcus Bettinelli.
Marcus Bettinelli.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur samið við markvörðinn Marcus Bettinelli og verður hann í markvarðarsveit félagsins næstu tvö árin hið minnsta.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Chelsea fær til sín í sumar. Bettinelli segir að það sé draumur að ganga í raðir Chelsea.

Hinn 29 ára gamli Bettinelli kemur til með að vera þriðji markvörður Chelsea á tímabilinu, á eftir Edouard Mendy og Kepa Arrizabalaga.

Hann fyllir í skarðið sem Willy Caballero skilur eftir sig. Samningur Caballero rann út um mánaðarmótin síðustu. Hann er 39 ára markvörður sem lék ellefu deildarleiki með Chelsea á tímabilunum fjórum. Hann kom til félagsins frá Manchester City og hefur einnig leikið með Boca Juniors, Elche, Arsenal Sarandi og Malaga.

Samningur Bettinelli við Fulham rann út eftir síðasta tímabil. Chelsea hefur lengi fylgst með Bettinelli og reyndu þeir að kaupa hann 2017. Núna er hann loksins mættur.
Athugasemdir
banner
banner