banner
   mið 28. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta einvígi er ekkert 100% búið"
FH mætir Rosenborg á morgun.
FH mætir Rosenborg á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikvangur Rosenborg.
Leikvangur Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
FH mætir Rosenborg á Lerkendal í Þrándheimi í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni á morgun.

Norska liðið leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn sem fram fór á Kaplakrikavelli síðasta fimmtudag. Markalaust var í leikhléi í þeim leik en gestirnir sigldu þessu í höfn í seinni hálfleik þótt FH-ingar hafi fengið fínustu færi.

Aðstoðarþjálfarinn Davíð Þór Viðarsson og fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson voru til viðtals eftir fyrri leikinn og voru þeir spurðir út í seinni leikinn.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 Rosenborg

„Auðvitað verður þetta mjög erfitt úti í Þrándheimi en við erum samt í þeirri stöðu að ef við náum að þétta okkur örlítið meira, náum að grísa inn einu marki - þetta einvígi er ekkert 100% búið. Við ætlum að gefa þeim leik," sagði Davíð.

Matthías var spurður hvernig hann meti möguleikana fyrir seinni leikinn.

„Þeir eru ekki góðir, Rosenborg eru mjög góðir á heimavelli. Það eina sem við getum gert er að fara og sýnt smá stólt og alvöru liðsframmistöðu. Svo veit maður aldrei í fótbolta en við ætlum að reyna að læra og nýta þessa reynslu í komandi ár. Við erum með marga unga leikmenn sem fá smjörþefinn af þessu og sjá hvað þarf til að komast á þennan standard. Maður lærir líka þegar maður tapar."

Matthías er fyrrum leikmaður Rosenborg, er spennandi að fara á gamla heimavöllinn?

„Já, það verður mjög gaman, geggjaður leikvangur. Það er smá synd að einvígið sé ekki aðeins jafnara fyrir þann leik. Það var markmiðið en svona fór þetta," sagði Matti eftir fyrri leikinn.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00.



Davíð Þór: Munurinn kom kannski aðeins í ljós þarna
Matti Villa: Fannst geggjað að spila leikinn, sérstaklega fyrri hálfleikinn
Athugasemdir
banner
banner