Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 28. júlí 2022 17:02
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona nær samkomulagi við Sevilla (Staðfest)
Mynd: EPA

Skuldsettir Börsungar eru búnir að tryggja sér franska varnarmanninn Jules Kounde frá Sevilla. Þetta staðfestir Barcelona á Twitter, en leikmaðurinn á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning.


Barcelona stelur Kounde þannig af Chelsea sem virtist vera að ganga frá kaupum á honum fyrr í sumar þegar Sevilla samþykkti kauptilboð frá enska félaginu.

Koundé beið þó með að samþykkja samningstilboðið frá Chelsea eftir að hafa fengið upplýsingar frá umboðsmanni sínum að Barca ætlaði að kaupa hann.

Börsungum er alvara á leikmannamarkaðinum í sumar þar sem Kounde verður sjötti leikmaðurinn til að ganga í raðir félagsins. Raphinha, Robert Lewandowski, Andreas Christensen, Franck Kessie og Pablo Torre eru komnir fyrir rétt tæplega 100 milljónir evra í kaupfé. 

Christensen og Kessie komu á frjálsri sölu og hafa fengið vænan bónus við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner