Greint var frá því fyrr í dag að Lisandro Martínez og Christian Eriksen væru komnir með treyjunúmerin sín hjá Manchester United.
Martinez fær treyju númer 6 og getur leikið sem vinstri bakvörður, miðvörður og djúpur miðjumaður. Eriksen er sóknarsinnaður miðjumaður sem fær treyju númer 14.
Báðir voru þessir leikmenn með treyjur númer 21 á síðustu leiktíð og eru einhverjir stuðningsmenn Rauðu djöflanna sem spyrja sig hvort félagið sé að geyma treyjunúmerið fyrir Frenkie de Jong, sem er númer 21 hjá Barcelona.
De Jong hefur verið helsta skotmark Man Utd í sumar en spænskir fjölmiðlar hafa haldið því ítrekað fram að miðjumaðurinn hafi ekki áhuga á að ganga til liðs við félagið.
Sjá einnig:
Nýju leikmenn Man Utd báðir komnir með treyjunúmer
Athugasemdir