Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 28. júlí 2022 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýju leikmenn Man Utd báðir komnir með treyjunúmer
Christian Eriksen og Lisandro Martinez, nýir leikmenn Manchester United, eru báðir búnir að fá númer fyrir komandi keppnistímabil.

Báðir voru þeir formlega kynntir til leiks hjá félaginu í þessari viku og spiluðu þeir sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær.

Í dag var það svo opinberað að Martinez mun leika í treyju númer 6 og Eriksen verður númer 14.

Martinez var í treyju númer 21 hjá síðasta félagi sínu Ajax, en hann var númer 6 er hann lék með Defensa y Justicia í heimalandi sínu, Argentínu. Paul Pogba var síðast með þetta númer á bakinu hjá United.

Eriksen tekur upp númerið sem Jesse Lingard var síðast með hjá Man Utd. Eriksen hefur verið með mörg mismunandi treyjunúmer á sínum ferli en fær núna 14 í fyrsta sinn á ferlinum.

Þessir leikmenn munu líklega báðir svo spila gegn Atletico Madrid í æfingaleik á laugardag.


Athugasemdir