Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. júlí 2022 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýju leikmenn Man Utd báðir komnir með treyjunúmer
Lisandro Martinez.
Lisandro Martinez.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen og Lisandro Martinez, nýir leikmenn Manchester United, eru báðir búnir að fá númer fyrir komandi keppnistímabil.

Báðir voru þeir formlega kynntir til leiks hjá félaginu í þessari viku og spiluðu þeir sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær.

Í dag var það svo opinberað að Martinez mun leika í treyju númer 6 og Eriksen verður númer 14.

Martinez var í treyju númer 21 hjá síðasta félagi sínu Ajax, en hann var númer 6 er hann lék með Defensa y Justicia í heimalandi sínu, Argentínu. Paul Pogba var síðast með þetta númer á bakinu hjá United.

Eriksen tekur upp númerið sem Jesse Lingard var síðast með hjá Man Utd. Eriksen hefur verið með mörg mismunandi treyjunúmer á sínum ferli en fær núna 14 í fyrsta sinn á ferlinum.

Þessir leikmenn munu líklega báðir svo spila gegn Atletico Madrid í æfingaleik á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner