Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júlí 2022 10:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Leiknis 
Leiknir fær sóknarmann lánaðan frá Freysa (Staðfest)
Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby, og Zean Dalügge sem hefur verið lánaður til Leiknis.
Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby, og Zean Dalügge sem hefur verið lánaður til Leiknis.
Mynd: Lyngby
Vigfús Arnar kemur inn í þjálfarateymi Leiknis.
Vigfús Arnar kemur inn í þjálfarateymi Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir hefur fengið danska sóknarmanninn Zean Dalügge lánaðan frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby í Danmörku. Það eru sterkar tengingar milli Leiknis og Lyngby. Freyr Alexandersson er þjálfari danska liðsins og með því spilar Sævar Atli Magnússon.

Leiknir hefur tapað síðustu tveimur leikjum í Bestu deildinni illa og er komið niður í fallsæti.

Zean er nítján ára gamall öflugur leikmaður sem lenti í erfiðum meiðslum en er kominn til baka og er lánaður til Íslands svo hann fái spiltíma.

„Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ segir Oscar Clausen formaður Leiknis við heimasíðu félagsins.

„Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er mikilvægt fyrir Zean að fá spiltíma í fullorðinsbolta til að þróun hans haldi áfram og til þess gefst tækifæri á Íslandi. Við þekkjum Leikni vel og þetta er gamla félag Sævars svo við vonum að með dvöl sinni fyrir norðan geti hann fengið margar mínútur í lappirnar og snúið sterkari til baka,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby.

Vigfús Arnar aðstoðar Sigga Höskulds
Vigfús Arnar Jósepsson er orðinn aðstoðarþjálfari Sigurðar Heiðars Höskuldssonar, þjálfara Leiknis. Frá þessu var greint í gær.

„Vigfús tekur við aðstoðarþjálfarakeflinu af Hlyni Helga Arngrímssyni sem hverfur nú frá vegna anna en hann á líka von á sínu öðru barni á næstunni. Hlynur hefur fylgt Sigga eftir frá upphafi og þökkum við þessum sanna Leiknismanni að sjálfsögðu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og bjóðum hann velkominn aftur í starfið ef og þegar hann er tilbúinn á ný," segir á heimasíðu Leiknis.

Vigfús er uppalinn Leiknismaður og lék lengi með liðinu, þá lék hann einnig með KR á sínum tíma. Hann var um tíma aðalþjálfari Leiknis sumarið 2018 en Sigurður Heiðar var þá aðstoðarmaður hans.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner