Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 28. ágúst 2021 21:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Tufa: Mætum á Kópavogsvöll með kassann úti
Tufa ásamt Heimi Guðjóns
Tufa ásamt Heimi Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hundfúlir og mikið svekkelsi, gerðum mikið og vildum þetta mikið í dag en hlutirnir eru ekki að falla með okkur þessa dagana, fáum á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks beint úr aukaspyrnu og fáum dauðafæri í stöðunni 1-1 og fáum svo á okkur klaufalegt mark í lokin sem skilur á milli," sagði Srdjan Tufegdzic aðstoðarþjálfari Valsara eftir 1-2 tap gegn Stjörnunni á heimavelli.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Seinna mark Stjörnunnar kom úr föstu leikatriði þegar að Hilmar Árni kom með geggjaða aukaspyrnu inn á teig þar sem Björn Berg Bryde skallaði boltann í netið.

„Gríðarlega svekktur með það, við erum að æfa þetta mikið og fórum vel yfir þetta í gær og þetta er akkúrat eins og aðrir hlutir sem eru ekki að falla með okkur þá kemur svona mark sem við erum ekki þekktir fyrir að fá á okkur."

Átti þessa frammistaða Valsara skilið þrjú stig að mati Tufa?

„Það er góð spurning hjá þér, erfitt að segja þegar þú tapar 1-2 en í stöðunni 1-1 fengum við tvö dauðafæri og vorum með öll völd á vellinum en við tökum þetta tap bara á kassann og verðum bara að halda áfram, það þýðir ekkert að grenja yfir þessum leik."

Valsmenn fara á Kópavogsvöll í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og mæta Blikum sem er sannkallaður stórleikur.

„Það eru bara allir leikir úrslitaleikir, þessu leikur í kvöld var úrslitaleikur og við sjáum til hvernig Breiðablik - Fylkir fer á morgun en það þýðir ekkert annað en að mæta í Kópavogsvöll með kassann úti og vinna Blikana."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Tufa ræðir um sóknarleikinn hjá sínu liði sem og komandi landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner