Danska stórveldið FC Kaupmannahöfn er búið að staðfesta áhuga úr spænska boltanum á sóknarleikmanninum efnilega Orra Steini Óskarssyni.
Ýmsir orðrómar hafa verið á sveimi undanfarna daga þar sem Real Sociedad virðist vera sérlega áhugasamt um að krækja í Orra Stein fyrir gluggalok.
„FC Kaupmannahöfn getur staðfest að félaginu hefur borist tilboð í Orra Óskarsson frá spænsku félagi. Það er ekkert sem staðfestir að þessi félagaskipti munu ganga í gegn," segir í stuttri tilkynningu á vefsíðu FCK.
Orri Steinn er fastamaður í byrjunarliði FCK og er kominn með 5 mörk í 6 fyrstu deildarleikjunum á nýju tímabili. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City í sumar.
Athugasemdir