Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 12:00
Innkastið
Evrópuævintýri í uppsiglingu hjá Fylki?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var þvílíkur fögnuður hjá Fylkismönnum þegar flautað var til leiksloka," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær eftir dramatískan 2-1 útisigur Fylkis gegn KR.

„Þeir eru að ná góðum úrslitum og eru í bullandi Evrópubaráttu. Þeir eru að láta sig dreyma um að skella sér í flugferð á næsta tímabili."

Fylkir er í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig og Árbæingar virðast ætla að berjast af krafti um Evrópusæti.

„Þeir eru þéttir og vita fyrir hvað þeir standa. Þeir eru ekkert að ofmetnast þrátt fyrir góðan árangur. Úrslitin í síðustu tveimur leikjum Fylkis er það sem hefur komið mér einna mest á óvart í sumar," sagði Gunnar Birgisson.

Valdimar Þór Ingimundarson var seldur til Stromsgödset á dögunum en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann KR í gær eftir að hafa unnið Víking á heimavelli í síðustu umferð.

„Þetta er það sem maður vill fá leikmannahópnum sínum. Þegar stór leikmaður fer þá stíga aðrir leikmenn upp," sagði Gunnar.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner