Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 28. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Kári líklega klár gegn Rúmeníu - Gæti spilað með Víkingi á sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður Víkings, verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn í næstu viku.

Kári meiddist í leik Víkings og Fylkis á fimmtudag og var einnig fjarverandi í 2-2 jafnteflinu gegn ÍA í gær.

Meiðslin virðast þó ekki vera alvarleg og Kári ætti að ná leiknum gegn Rúmenum.

„Hann er betri kallinn. Hann er fljótur að jafna sig. Það er mikið undir hjá honum og þjóðinni. Hann er einn af mikilvægustu leikmönnunum í þessu liði og við þurfum á honum að halda í þessum landsleikjum," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn á Akranesi í gær.

„KR leikurinn á fimmtudag kemur of snemma en við eigum KA á sunnudeginum og vonandi nær hann honum."

„Mér finnst mikilvægt að hann nái mínútum með okkur áður en hann fer í landsliðsverkefni. Við erum að reyna okkar besta,"

Arnar Gunnlaugs: Viljum ekki enda mótið eins og bjánar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner