Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 28. september 2022 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albanir hentu treyjunum aftur í leikmennina
Stuðningsmenn Albaníu á laugardalsvelli.
Stuðningsmenn Albaníu á laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsfólk Albaníu kallar ekki allt ömmu sína, en það var mikil reiði í gær eftir leik landsliðs þeirra gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í gær, þriðjudag.

Ísland var einum færri frá tíundu mínútu en tókst samt að ná jafntefli úr leiknum. Jöfnunarmarkið kom í blálokin.

Sjá einnig:
Stórkostleg tölfræði hjá Íslandi í gær

Það var mikil reiði á vellinum í Tirana í gær og var stuðningsfólkið mjög ósátt við sína menn. Það hefur ekki gengið sérlega vel hjá Albaníu upp á síðkastið og er hitinn orðinn mikill í kringum liðið.

Í gær reyndu leikmenn að róa stuðningsfólk niður með því að ræða við þau eftir leik, en það gekk ekki sérlega vel. Leikmenn buðust til að gefa stuðningsfólkinu treyjur sínar, en sú uppástunga féll ekki vel í kramið. Treyjunum var hent til baka og svo fóru stuðningsmennirnir úr sínum treyjum og hentu í leikmennina. Einnig var treflum og öðrum varningi hent í leikmennina.

Frá þessu er sagt á vef Sports Ekspres. Albanía þarf að fara að vinna fótboltaleiki svo stuðningsfólkið taki liðið í sátt á nýjan leik.

Sjá einnig:
Höddi Magg var hræddur í Albaníu: Þetta er mjög óþægilegt
Athugasemdir
banner
banner
banner