Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 28. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórkostleg tölfræði hjá Íslandi í gær
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið spilaði við Albaníu í Þjóðadeildinni í gær og var niðurstaðan þar 1-1 jafntefli.

Strákarnir voru einum færri frá tíundu mínútu eftir að Aron Einar Gunnarsson fékk að líta klaufalegt rautt spjald snemma leiks. Strákarnir gáfust ekki upp og sýndu mjög góða frammistöðu í seinni hálfleiknum.

Ísland náði verðskuldað að jafna í blálokin en það var Mikael Neville Anderson sem skoraði markið eftir stórkostlega sendingu frá Þóri Jóhanni Helgasyni.

Strákarnir sýndu mikla baráttu og var mikill kraftur í þeirra leik. Það er athyglisvert að skoða tölfræðina og þá sérstaklega er varðar einvígin í þessum ákveðna leik.

Íslenska liðið vann miklu fleiri einvígi en Albanía í leiknum, alls 121 eða rúmlega 57 prósent. Á meðan hafði Albanía betur í 36,79 prósent tilvika. Í restinni af einvígunum var enginn sigurvegari skráður.

Guðlaugur Victor Pálsson var stórkostlegur í leiknum og vann 23 einvígi. Hann fór fyrir liðið í þessari baráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner