Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fim 28. september 2023 15:34
Elvar Geir Magnússon
Telur það hagnast Vestra að spilað sé á grasi - Aron ekki sammála
Lengjudeildin
watermark Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra telur að það sé klárlega sínu liði í hag að úrslitaleikur umspils Lengjudeildarinnar sé leikinn á náttúrulegu grasi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn.

Vestramenn eru mættir í höfuðborgina og æfa á Kaplakrikavelli fyrir leikinn. Þeirra heimavöllur á Ísafirði er með náttúrulegu grasi á meðan heimavöllur Aftureldingar er lagður gervigrasi.

Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar var spurður að því hvort hann væri sammála kollega sínum að vestan.

„Nei ég get ekki verið sammála því. Sérstaklega því grasið er svona gott. Tölfræðin okkar á grasi í sumar held ég að sýni að það hjálpar þeim ekkert frekar en okkur," segir Aron.

Leikur Vestra og Aftureldingar verður klukkan 16 á Laugardalsvelli á laugardag. Leikið verður til þrautar og sigurliðið mun fara beint upp í Bestu deildina.


Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner