Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 28. september 2024 17:35
Hilmar Jökull Stefánsson
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heiða Ragney Viðarsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Breiðabliki í dag, þegar þær grænklæddu fóru með 4-2 sigur af hólmi á FH konum. Heiða stýrði umferðinni vel og stöðvaði margar sóknir FH.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Hvað fer í gegnum hausinn á ykkur þegar þið lendið undir svona snemma?

„Það var bömmer, en ég hafði samt engar áhyggjur. Ég vissi að við værum að fara að skora, við erum að skora svo mikið. Ég var ekkert of stressuð með það, það var aðallega þegar seinna markið kom þá þurftum við að rífa okkur í gang.“

FH átti nokkrar fínar skyndisóknir í fyrri. Hverju breytið þið í hálfleik?

„Þær keyra svolítið hratt á lið og það er ringulreið í gangi á meðan þannig við ákváðum að droppa aðeins og stjórna þá aðeins leiknum. Við breyttum líka aðeins um leikkerfi. 4-3-3 með tvær djúpar þá var ekki að opnast svona mikið svæði á miðjunni sem þær voru að keyra inn í.“

Nokkrir kaflar í seinni hálfleik þar sem þið gátuð skorað fleiri mörk með því að stýra leiknum.

„Algjörlega. Það er líka það sem maður verður að gera á móti liðum sem keyra svona rosa hratt að aðeins að slaka á og taka stjórn á leiknum. Leyfa þeim ekki að stjórna tempóinu. Sem bara gekk, og þá breyttist alveg leikurinn og við tókum yfirhöndina.“

Úrslitaleikur næstu helgi. Hvernig er vikan?

„Það er bara venjuleg æfingavika sko, það verður ekkert öðruvísi. En ég er ógeðslega ánægð, þetta er ógeðslega spennandi að þetta verði úrslitaleikur og maður vonar bara að það mæti fullt af fólki á völlinn. Þannig ég er mjög spennt!“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner