Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   lau 28. september 2024 17:35
Hilmar Jökull Stefánsson
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heiða Ragney Viðarsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Breiðabliki í dag, þegar þær grænklæddu fóru með 4-2 sigur af hólmi á FH konum. Heiða stýrði umferðinni vel og stöðvaði margar sóknir FH.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Hvað fer í gegnum hausinn á ykkur þegar þið lendið undir svona snemma?

„Það var bömmer, en ég hafði samt engar áhyggjur. Ég vissi að við værum að fara að skora, við erum að skora svo mikið. Ég var ekkert of stressuð með það, það var aðallega þegar seinna markið kom þá þurftum við að rífa okkur í gang.“

FH átti nokkrar fínar skyndisóknir í fyrri. Hverju breytið þið í hálfleik?

„Þær keyra svolítið hratt á lið og það er ringulreið í gangi á meðan þannig við ákváðum að droppa aðeins og stjórna þá aðeins leiknum. Við breyttum líka aðeins um leikkerfi. 4-3-3 með tvær djúpar þá var ekki að opnast svona mikið svæði á miðjunni sem þær voru að keyra inn í.“

Nokkrir kaflar í seinni hálfleik þar sem þið gátuð skorað fleiri mörk með því að stýra leiknum.

„Algjörlega. Það er líka það sem maður verður að gera á móti liðum sem keyra svona rosa hratt að aðeins að slaka á og taka stjórn á leiknum. Leyfa þeim ekki að stjórna tempóinu. Sem bara gekk, og þá breyttist alveg leikurinn og við tókum yfirhöndina.“

Úrslitaleikur næstu helgi. Hvernig er vikan?

„Það er bara venjuleg æfingavika sko, það verður ekkert öðruvísi. En ég er ógeðslega ánægð, þetta er ógeðslega spennandi að þetta verði úrslitaleikur og maður vonar bara að það mæti fullt af fólki á völlinn. Þannig ég er mjög spennt!“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir