Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 28. september 2024 17:35
Hilmar Jökull Stefánsson
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heiða Ragney Viðarsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Breiðabliki í dag, þegar þær grænklæddu fóru með 4-2 sigur af hólmi á FH konum. Heiða stýrði umferðinni vel og stöðvaði margar sóknir FH.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Hvað fer í gegnum hausinn á ykkur þegar þið lendið undir svona snemma?

„Það var bömmer, en ég hafði samt engar áhyggjur. Ég vissi að við værum að fara að skora, við erum að skora svo mikið. Ég var ekkert of stressuð með það, það var aðallega þegar seinna markið kom þá þurftum við að rífa okkur í gang.“

FH átti nokkrar fínar skyndisóknir í fyrri. Hverju breytið þið í hálfleik?

„Þær keyra svolítið hratt á lið og það er ringulreið í gangi á meðan þannig við ákváðum að droppa aðeins og stjórna þá aðeins leiknum. Við breyttum líka aðeins um leikkerfi. 4-3-3 með tvær djúpar þá var ekki að opnast svona mikið svæði á miðjunni sem þær voru að keyra inn í.“

Nokkrir kaflar í seinni hálfleik þar sem þið gátuð skorað fleiri mörk með því að stýra leiknum.

„Algjörlega. Það er líka það sem maður verður að gera á móti liðum sem keyra svona rosa hratt að aðeins að slaka á og taka stjórn á leiknum. Leyfa þeim ekki að stjórna tempóinu. Sem bara gekk, og þá breyttist alveg leikurinn og við tókum yfirhöndina.“

Úrslitaleikur næstu helgi. Hvernig er vikan?

„Það er bara venjuleg æfingavika sko, það verður ekkert öðruvísi. En ég er ógeðslega ánægð, þetta er ógeðslega spennandi að þetta verði úrslitaleikur og maður vonar bara að það mæti fullt af fólki á völlinn. Þannig ég er mjög spennt!“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner