Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. október 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany: Jay Rodriguez hefði getað spilað fyrir topp lið í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images

Jay Rodriguez leikmaður Burnley hefur átt gott tímabil með liðinu í Championship deildinni í ár en hann er með átta mörk og eina stoðsendingu í fimmtán leikjum.


Vincent Kompany stjóri liðsins segir að Rodriguez hefði getað náð ansi langt ef hann hefði ekki meiðst eins mikið og raun ber vitni.

„Rodriguez er einstakur leikmaður. Án efa hefði hann orðið leikmaður í topp 4 eða topp 6 liði í úrvalsdeildinni ef hann hefði ekki verið svona óheppinn með meiðsli," sagði Kompany.

Þessi 33 ára gamli leikmaður var sérstaklega óheppinn með meiðsli í upphafi ferilsins. Hann var að kljást við erfið meiðsli á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner