fös 28. október 2022 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes lætur Antony heyra það: Þetta er fáránlegt
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum landsliðsmiðjumaður Englands, var ekki hrifinn af því sem Brasilíumaðurinn Antony gerði í leik Manchester United gegn Sheriff í Evrópudeildinni í gær.

Man Utd vann 3-0 sigur en Antony, sem var keyptur til United frá Ajax, í sumar var tekinn út í hálfleik.

Hann var tekinn út af eftir að hafa sýnt áhugaverða takta þegar staðan var markalaus.

„Ég er ekkert á móti svona snúning svo framarlega sem það gerir eitthvað gagn. Ég ætlast til meiru af honum, hlaupa á bakvið vörnina, meiri hraða og meiri yfirburði. Svona bragð er flott ef það hefur tilgang og þú tapar ekki boltanum," sagði Erik ten Hag eftir leikinn.

Scholes var alls ekki hrifinn af þessu, hann sá engan tilgang með því að gera þetta. „Þetta er bara fáránlegt. Hann er bara eitthvað að sýna sig. Hvað er hann að hugsa? Það þarf bara að sparka þessu úr honum," sagði fyrrum miðjumaðurinn og bætti við að Antony væri að haga sér eins og trúður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner