þri 18. nóvember 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19 tapaði sannfærandi gegn Rúmeníu og fer ekki á EM
Mynd: KSÍ
Ísland 0 - 3 Rúmenía
0-1 Troy-Leo Tomsa ('18)
0-2 Alexandru Stoian ('34)
0-3 Mihai Toma ('64)

Íslenska U19 ára landsliðið mætti í dag rúmenska liðinu í lokaleiknum í undankeppni EM. Ísland var með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum og Rúmenía með fjögur stig.

Riðilinn var spilaður í Rúmeníu og heimamenn komust yfir á 18. mínútu. Rúmenar tvöfölduðu forystuna á 34. mínútu og sigurinn var svo innsiglaður á 64. mínútu.

Rúmenska liðið átti fleiri tilraunir í leiknum, 27 (13 á mark) gegn 15 (8 á mark), átti auk markanna stangarskot og fékk fleiri hornspyrnur.

Ísland endar í 3. sæti riðilsins og kemst ekki áfram á næsta stig undankeppninnar. Liðið tapaði naumlega gegn Finnlandi í fyrsta leik, vann Andorra sannfærandi í leik tvö en tapaði þriðja leiknum í dag.

Efstu tvö sætin í undanriðlunum fara áfram í næstu umferð og líka besta liðið sem endar í þriðja sæti. Stig Íslands komu öll gegn Andorra, liðinu í fjórða sæti riðilsins og þau munu ekki telja þegar horft er í stigahæsta liðið í þriðja sætinu. Því er ljóst að liðið fer ekki áfram á næsta stig undankeppninnar.

Athugasemdir
banner