Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. nóvember 2020 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Inter og Venezia unnu sigra
Opnunarmarki Sanchez fagnað
Opnunarmarki Sanchez fagnað
Mynd: Getty Images
Inter vann 0-3 útisigur á Sassuolo í ítölsku Serie A í dag. Um toppbaráttuslag var að ræða þar sem Sassuolo gat farið á toppinn með sigri. Inter er í miklum vandræðum í Meistaradeildinni en hefur farið ágætlega stað heima fyrir. Einhverjar sögur flugu í kringum þennan leik að starf Antonio Conte væri í hættu hjá Inter.

Alexis Sanchez kom Inter yfir snemma leiks og Vlad Chiriches bætti svo við forskotið á 14. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark.

Það var svo Roberto Gagliardini sem innsiglaði sigur Inter með marki á 60. mínútu. Inter er með átján stig í 2. sæti og Sassuolo er með sama fjölda í 3. sætinu. AC Milan er í toppsætinu með 20 stig.

Í ítölsku B-deildinni vann Venezia 2-1 heimasigur á Ascoli. Ascoli leiddi í leikhléi en Venezia kom til baka í seinni hálfleik. Óttar Magnús Karlsson var ónotaður varamaður hjá Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópi liðsins.

Venezia er með sautján stig og er í þriðja sæti deildarinnar þegar níunda umferð deildarinnar er í gangi.

Sassuolo 0 - 3 Inter
0-1 Alexis Sanchez ('4 )
1-1 Vlad Chiriches ('14 , sjálfsmark)
1-2 Roberto Gagliardini ('60 )

Venezia 2 - 1 Ascoli
Athugasemdir
banner
banner