
Leikur Kamerún og Serbíu er búinn að snúast á hvolf. Eftir að Serbía hafði komist í 1-3 forystu þá hefur Kamerún núna jafnað.
Sóknarmaðurinn Vincent Aboubakar kom inn af bekknum og hann breytti leiknum fyrir sína menn í Kamerún eftir að Aleksandar Mitrovic hafði komið Serbíu í 1-3.
Aboubakar jafnaði með því að afgreiða boltann mjög svo snyrtilega í netið. Flaggið fór á loft en það var engin rangstaða. Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.
Er þetta besta afgreiðsla mótsins til þessa?
Þremur mínútum síðar jafnaði svo Eric Maxim Choupo-Moting metin eftir sendingu frá Aboubakar. Það mark má sjá hér að neðan. Staðan orðin 3-3; miklar sviptingar í þessu.
HVAÐ ER AÐ GERAST?
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Tvö mörk á tveggja mínútna kafla og nú er það Choupo-Moting sem jafnar metin fyrir Kamerún í 3-3. ÞVÍLÍKUR LEIKUR!#hmruv pic.twitter.com/bHPXwVbysV
📸🔥 Photo of the tournament so far. pic.twitter.com/gxwLuooxBs
— COPA90 (@Copa90) November 28, 2022
Athugasemdir