Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jagielka leggur skóna á hilluna - Beið eftir tækifæri sem kom ekki
Phil Jagielka.
Phil Jagielka.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Phil Jagielka hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Jagielka hefur verið án félags um gott skeið en hann hefur núna tilkynnt það opinberlega að hann sé hættur að spila fótbolta.

Jagielka fékk ekki nýjan samning hjá Stoke City eftir síðasta tímabil og hefur því ekki verið með félag síðan í sumar.

Jagielka er orðinn 41 árs gamall og hefur núna ákveðið að segja þetta gott eftir 23 ára feril í enska fótboltanum. Jagielka spilaði yfir 750 leiki með félagsliðum sínum og þá spilaði hann 40 A-landsleiki fyrir England frá 2008 til 2016. Hann var hluti af liðum England sem fóru á EM 2012 og HM 2014.

„Eins og þið getið séð af tímasetningunni, þá hef ég reynt að halda áfram í aðeins lengri tíma til að sjá hvort einhverjum hefði dottið í hug að gefa mér tækifæri til að framlengja ferilinn, en tækifærið kom ekki og ég skil það," segir Jagielka.

„Ég er mjög stoltur af sjálfum mér að hafa spilað til fertugs."

Jagielka hóf feril sinn hjá Sheffield United en fór þaðan til Everton þar sem hann var í tólf ár. Hann var lengi vel fyrirliði Everton. Hann fór svo aftur til Sheffield United og endaði ferilinn hjá Stoke með viðkomu í Derby County.
Athugasemdir
banner
banner
banner