Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 28. nóvember 2023 15:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð hefur slegið í gegn í bandaríska háskólaboltanum í vetur og er komin aftur í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

Olla stundar nám í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum en það hefur oft reynst leikmönnum þrautin þyngri að losna í landsliðsverkefni úr háskólum þar í landi. Hún fékk góða aðstoð frá annarri landsliðskonu, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem sjálf gat ekki gafið kost á sér að þessu sinni.

„Þetta voru nokkrir tölvupóstar en ég var með Mundu til að hjálpa mér, ég held hún hafi skrifað alla tölvupóstana," sagði landsliðsframherjinn við Fótbolta.net á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Það er ekki mikið um leyfilega fjarveru og maður má helst ekki missa af tímum. Þeir sýna því skilning ef maður sendir nógu dramatískan tölvupóst. Ég þakka Mundu fyrir það," sagði hún en hvað kom eiginlega fram í póstunum?

„Maður fer aðeins að ýkja hversu lítinn tíma maður hefur hérna, að ég sé stolt og vilji nýta tækifærið þegar það kemur. Það er ekki hægt annað en að skilja það."

Hvernig er þá staðan núna, nýtir hún alla frítíma í Wales til að liggja yfir bókunum?

„Ég verð að viðurkenna að ég var ekki mikið í því í gær en þarf að læra meira hérna en ég hef gert áður," sagði hún en fór hún á jólamarkaðinn í Cardiff í gær?

„Já, ég gerði það í gær. En mér finnst það líka mjög mikilvægt, að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara aðeins í göngutúr. Það þarf ekki að sitja allan tímann en ég samt fram á að vera í bókunum á milli þess sem við erumá æfingum og að keppa."

Olla hafði glímt við meiðsli mikið í sumar með Þrótti en eftir að hún kom til Bandaríkjanna hefur hún slegið í gegn og er nýliði ársins í Ivy League.

„Fyrr á árinu var ég svolítið upp og niður vegna meiðsla en ég er mjög ánægð að ég hélt mér góðri úti og spilaði alla leikina."

Nánar er rætt við Olllu í spilaranum að ofan.

   02.11.23 10:46
Olla slær í gegn í Harvard - Valin nýliði ársins

Athugasemdir
banner
banner