Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 28. nóvember 2023 15:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð hefur slegið í gegn í bandaríska háskólaboltanum í vetur og er komin aftur í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

Olla stundar nám í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum en það hefur oft reynst leikmönnum þrautin þyngri að losna í landsliðsverkefni úr háskólum þar í landi. Hún fékk góða aðstoð frá annarri landsliðskonu, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem sjálf gat ekki gafið kost á sér að þessu sinni.

„Þetta voru nokkrir tölvupóstar en ég var með Mundu til að hjálpa mér, ég held hún hafi skrifað alla tölvupóstana," sagði landsliðsframherjinn við Fótbolta.net á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Það er ekki mikið um leyfilega fjarveru og maður má helst ekki missa af tímum. Þeir sýna því skilning ef maður sendir nógu dramatískan tölvupóst. Ég þakka Mundu fyrir það," sagði hún en hvað kom eiginlega fram í póstunum?

„Maður fer aðeins að ýkja hversu lítinn tíma maður hefur hérna, að ég sé stolt og vilji nýta tækifærið þegar það kemur. Það er ekki hægt annað en að skilja það."

Hvernig er þá staðan núna, nýtir hún alla frítíma í Wales til að liggja yfir bókunum?

„Ég verð að viðurkenna að ég var ekki mikið í því í gær en þarf að læra meira hérna en ég hef gert áður," sagði hún en fór hún á jólamarkaðinn í Cardiff í gær?

„Já, ég gerði það í gær. En mér finnst það líka mjög mikilvægt, að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara aðeins í göngutúr. Það þarf ekki að sitja allan tímann en ég samt fram á að vera í bókunum á milli þess sem við erumá æfingum og að keppa."

Olla hafði glímt við meiðsli mikið í sumar með Þrótti en eftir að hún kom til Bandaríkjanna hefur hún slegið í gegn og er nýliði ársins í Ivy League.

„Fyrr á árinu var ég svolítið upp og niður vegna meiðsla en ég er mjög ánægð að ég hélt mér góðri úti og spilaði alla leikina."

Nánar er rætt við Olllu í spilaranum að ofan.

   02.11.23 10:46
Olla slær í gegn í Harvard - Valin nýliði ársins

Athugasemdir
banner