Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 28. nóvember 2023 15:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð hefur slegið í gegn í bandaríska háskólaboltanum í vetur og er komin aftur í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

Olla stundar nám í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum en það hefur oft reynst leikmönnum þrautin þyngri að losna í landsliðsverkefni úr háskólum þar í landi. Hún fékk góða aðstoð frá annarri landsliðskonu, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem sjálf gat ekki gafið kost á sér að þessu sinni.

„Þetta voru nokkrir tölvupóstar en ég var með Mundu til að hjálpa mér, ég held hún hafi skrifað alla tölvupóstana," sagði landsliðsframherjinn við Fótbolta.net á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Það er ekki mikið um leyfilega fjarveru og maður má helst ekki missa af tímum. Þeir sýna því skilning ef maður sendir nógu dramatískan tölvupóst. Ég þakka Mundu fyrir það," sagði hún en hvað kom eiginlega fram í póstunum?

„Maður fer aðeins að ýkja hversu lítinn tíma maður hefur hérna, að ég sé stolt og vilji nýta tækifærið þegar það kemur. Það er ekki hægt annað en að skilja það."

Hvernig er þá staðan núna, nýtir hún alla frítíma í Wales til að liggja yfir bókunum?

„Ég verð að viðurkenna að ég var ekki mikið í því í gær en þarf að læra meira hérna en ég hef gert áður," sagði hún en fór hún á jólamarkaðinn í Cardiff í gær?

„Já, ég gerði það í gær. En mér finnst það líka mjög mikilvægt, að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara aðeins í göngutúr. Það þarf ekki að sitja allan tímann en ég samt fram á að vera í bókunum á milli þess sem við erumá æfingum og að keppa."

Olla hafði glímt við meiðsli mikið í sumar með Þrótti en eftir að hún kom til Bandaríkjanna hefur hún slegið í gegn og er nýliði ársins í Ivy League.

„Fyrr á árinu var ég svolítið upp og niður vegna meiðsla en ég er mjög ánægð að ég hélt mér góðri úti og spilaði alla leikina."

Nánar er rætt við Olllu í spilaranum að ofan.

   02.11.23 10:46
Olla slær í gegn í Harvard - Valin nýliði ársins

Athugasemdir
banner
banner