Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 28. nóvember 2023 15:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð hefur slegið í gegn í bandaríska háskólaboltanum í vetur og er komin aftur í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

Olla stundar nám í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum en það hefur oft reynst leikmönnum þrautin þyngri að losna í landsliðsverkefni úr háskólum þar í landi. Hún fékk góða aðstoð frá annarri landsliðskonu, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem sjálf gat ekki gafið kost á sér að þessu sinni.

„Þetta voru nokkrir tölvupóstar en ég var með Mundu til að hjálpa mér, ég held hún hafi skrifað alla tölvupóstana," sagði landsliðsframherjinn við Fótbolta.net á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Það er ekki mikið um leyfilega fjarveru og maður má helst ekki missa af tímum. Þeir sýna því skilning ef maður sendir nógu dramatískan tölvupóst. Ég þakka Mundu fyrir það," sagði hún en hvað kom eiginlega fram í póstunum?

„Maður fer aðeins að ýkja hversu lítinn tíma maður hefur hérna, að ég sé stolt og vilji nýta tækifærið þegar það kemur. Það er ekki hægt annað en að skilja það."

Hvernig er þá staðan núna, nýtir hún alla frítíma í Wales til að liggja yfir bókunum?

„Ég verð að viðurkenna að ég var ekki mikið í því í gær en þarf að læra meira hérna en ég hef gert áður," sagði hún en fór hún á jólamarkaðinn í Cardiff í gær?

„Já, ég gerði það í gær. En mér finnst það líka mjög mikilvægt, að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara aðeins í göngutúr. Það þarf ekki að sitja allan tímann en ég samt fram á að vera í bókunum á milli þess sem við erumá æfingum og að keppa."

Olla hafði glímt við meiðsli mikið í sumar með Þrótti en eftir að hún kom til Bandaríkjanna hefur hún slegið í gegn og er nýliði ársins í Ivy League.

„Fyrr á árinu var ég svolítið upp og niður vegna meiðsla en ég er mjög ánægð að ég hélt mér góðri úti og spilaði alla leikina."

Nánar er rætt við Olllu í spilaranum að ofan.

   02.11.23 10:46
Olla slær í gegn í Harvard - Valin nýliði ársins

Athugasemdir
banner