Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nkunku er ekki til sölu
Christopher Nkunku
Christopher Nkunku
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku er ekki til sölu en þetta sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, við fjölmiðla í gær.

Nkunku, sem er 27 ára gamall, er sagður óánægður með spiltima sinn hjá Chelsea og er talið að hann vilji komast frá félaginu í janúarglugganum.

Hann hefur skorað 10 mörk í 18 leikjum með Chelsea á tímabilinu en þó aðeins fengið um 700 mínútur til að spreyta sig.

Maresca segir ekki hafa heyrt neitt um það að leikmaðurinn vilji fara í janúar.

„Ég talaði við Christo fyrir nokkrum dögum og hann sagði ekkert um að hann væri óánægður. Auðvitað væri hann til í að spila fleiri mínútur, en það sama á við um aðra leikmenn. Við eigum marga leiki fram undan, sérstaklega í desember.“

„Vandamálið með Christo, eða í raun ekki vandamál, heldur er það sama og ég hef margoft nefnt með Joao Felix. Ef þú spilar með Cole (Palmer), þá spilaru með Joao, Christo eða Noni (Madueke) eða Jadon (Sancho. Hver á að verjast? Hæfni þeirra og styrkur er ekki að verjast heldur að sækja.“

„Við elskum þá en við þurfum líka jafnvægi. Í síðasta leik reyndum við að nota Cole og Joao saman. Bráðum getum við prufað að nota Christo og Cole eða Christo og Joao.“

„Ástæðan er að við eigum svo marga leiki fram undan. Ég vil 100 prósent halda Christo hjá okkur. Ég hef ekki í hyggju að leyfa honum að fara í janúar,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner