Síðustu sex leikjum kvöldsins var að ljúka í Sambandsdeildinni og litu áhugaverð úrslit dagsins ljós.
Real Betis tapaði óvænt á útivelli gegn Mlada Boleslav í Tékklandi, þar sem Giovani Lo Celso tók forystuna fyrir Betis í fyrri hálfleik en heimamenn sneru stöðunni við í síðari hálfleik til að sigra 2-1.
Heimamenn í Mlada Boleslav voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn. Stjörnum prýtt lið Real Betis er því aðeins komið með fjögur stig eftir fjórar umferðir - þremur stigum minna heldur en Víkingur R. Mlada Boleslav hafði tapaði öllum sínum leikjum fram að þessu og er núna með þrjú stig.
Fiorentina vann þá sigur gegn Paphos og er ítalska liðið komið með níu stig eftir fjórar umferðir. Albert Guðmundsson var ekki í hóp vegna meiðsla.
Andri Lucas Guðjohnsen spilaði allan leikinn í 2-0 tapi Gent á útivelli gegn Lugano, en Gent er komið með 6 stig eftir tapið. Gent var sterkari aðilinn og fékk fleiri og betri færi sem tókst ekki að nýta.
Fiorentina 3 - 2 Pafos FC
1-0 Christian Kouame ('38 )
2-0 David Goldar ('53 , sjálfsmark)
2-1 Jairo da Silva ('68 )
3-1 Lucas Martinez ('73 )
3-2 Jaja ('87)
Lugano 2 - 0 Gent
1-0 Hicham Mahou ('6 )
2-0 Ousmane Doumbia ('86 )
Mlada Boleslav 2 - 1 Real Betis
0-1 Giovani Lo Celso ('17 )
1-1 Matyas Vojta ('51 )
2-1 Patrik Vydra ('55 )
Olimpija 1 - 0 Larne FC
1-0 Ivan Durdov ('67 )
Rautt spjald: Sean Graham, Larne FC ('82)
Omonia 0 - 3 Legia Warsaw
0-1 Ryoya Morishita ('17 )
0-2 Mateusz Szczepaniak ('77 )
0-3 Andronikos Kakoulis ('86 , sjálfsmark)
SK Rapid 1 - 1 Shamrock Rovers
1-0 Nenad Cvetkovic ('9 )
1-1 Johnny Kenny ('55 )
Athugasemdir