Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   mið 28. desember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann fór í nefaðgerð - „Endurheimtin var ekki nógu góð"
Ísak í leik með FCK.
Ísak í leik með FCK.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var gestur í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark á dögunum og greindi frá því að hann væri nýbúinn í aðgerð.

„Ég er allur að koma til. Þetta var s.s. nefaðgerð þar sem ég átti í erfiðleikum með það að anda með nefinu, var að sofa illa og er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtin var ekki nógu góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta," sagði Ísak í þættinum.

Hann er í jólafríi sem stendur en snýr til æfinga hjá FC Kaupmannahöfn í upphafi nýs árs. Skagamaðurinn er nítján ára og er á sínu öðru tímabili hjá FCK.

Í viðtalinu segir hann að stefnan hjá FCK sé að verja danska meistaratitilinn og að vinna bikarkeppnina.

Liðið er í 3. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Nordsjælland þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Í kjölfarið verða spilaðar tíu umferðir í úrslitakeppninni.

Framundan hjá FCK eru æfingaleikir en svo hefst alvaran þann 19. febrúar þegar liðið sækir Silkeborg heim. Liðið er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar og mætir þar Vejle í mars.


Athugasemdir
banner
banner