Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   mið 29. janúar 2020 15:57
Elvar Geir Magnússon
Chelsea skoðar möguleika á að fá Dries Mertens
Daily Mail segir að Chelsea hafi sent fyrirspurn til Napoli vegna belgíska sóknarmannsins Dries Mertens.

Mertens er 32 ára og er búist við því að hann yfirgefi Napoli í sumar. Chelsea athugar hvort hægt sé að leysa hann fyrr.

Chelsea vill fá sóknarmann til að minnka álagið á Tammy Abraham og þá gæti Olivier Giroud verið seldur.

Chelsea og Tottenham hafa bæði verið orðuð við Krzysztof Piatek, sóknarmann AC Milan.
Athugasemdir
banner