Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. janúar 2020 10:58
Elvar Geir Magnússon
Lögreglan rannsakar árásina á heimili Woodward
Frá heimili Woodward.
Frá heimili Woodward.
Mynd: Samsett
Lögreglan er að rannsaka árásina sem gerð var á heimili Ed Woodward, framkvæmdastjóra Manchester United, í gærkvöldi. Enginn slasaðist í árásinni.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum má sjá er blysum er hent í átt að húsi hans. Við myndbandið, sem tekið er með Snapchat, er skrifað: „Ed Woodward mun deyja." - Spreyjað var á hlið við húsið.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að í kringum 22:45 í gærkvöldi hafi borist tilkynning um að fjölmennur hópur hefði safnast saman við heimili Woodward.

Guardian greinir frá því að enginn hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð en Woodward er giftur og á tvær ungar dætur.

Woodward er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum United en margir eru reiðir yfir því hvernig félagið er rekið.

Manchester United hefur gefið frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið lofar ævilöngu banni á sökudólgana.

Manchester United hefur átt dapurt tímabil og er 33 stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner