Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 29. janúar 2025 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Arteta þögull sem gröfin er hann var spurður út í Watkins
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Mikel Arteta var hæst ánægður með 2-1 sigur liðsins á Girona í kvöld og að liðið hafi tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum, en vildi hins vegar lítið segja er hann var spurður út í tilboð Arsenal í Ollie Watkins.

Arsenal er eitt af átta liðum sem fóru beint áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Jorginho og Ethan Nwaneri skoruðu mörk Skyttanna í leiknum, en Arteta hrósaði frammistöðu liðsins í keppninni á þessu tímabili.

„Þetta er mjög gott í augnablikinu og hlutirnir að ganga vel.“

„Við unnum síðustu fjóra leikina í Meistaradeildinni, en að vinna þessa keppni er mjög krefjandi. Frammistaðan hefur verið nokkuð stöðug þrátt fyrir alla erfiðleikana sem við höfum þurft að mæta.“

„Vonandi gefur þetta okkur meiri trú á að við séum gott lið og getum mætt hverjum sem er, samt staðið okkur vel og unnið leiki.“


David Raya var ekki í marki Arsenal í kvöld vegna meiðsla, en hann vildi ekki gefa frekari upplýsingar um meiðsli leikmannsins.

„Hann gat alla vega ekki spilað. Hann er meiddur og það er ekkert meira um það segja,“ sagði dularfullur Arteta.

Í dag kom fram í enskum fjölmiðlum að Aston Villa hafi hafnað 60 milljóna punda tilboði Arsenal í enska framherjann Ollie Watkins, en aftur var Arteta þögull sem gröfin.

„Ég get ekki talað um það. Trú mín er sú að við erum með magnað félag og með fólk sem leggur hart að sér og er alltaf að reyna bæta félagið. Sjáum til hvað gerist,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner