Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Bayern að undirbúa tilboð í Ter Stegen?
Marc-Andre Ter Stegen.
Marc-Andre Ter Stegen.
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Mynd: Getty Images
Bayern München ætlar sér að reyna að fá Marc-Andre Ter Stegen, markvörð Barcelona. Fjallað er um það í fjölmiðlum á Spáni.

Þýski markvörðurinn, sem verður 28 ára í næsta mánuði, hefur verið í viðræðum við Barcelona um nýjan samning en þær viðræður hafa ekki gengið nægilega vel. Sömu sögu er að segja af viðræðum Bayern við markvörð sinn, Manuel Neuer.

Bayern bauð Neuer nýjan eins árs samning sem hann hafnaði þar sem hann vill fá lengri samning. Núgildandi samningur hins 34 ára gamla Neuer rennur út 2021.

Bayern hefur nú þegar samið við Alexander Nübel á frjálsri sölu frá Schalke 04 og lítur Bayern á hinn 23 ára gamla Nübel sem einn besta unga markvörð Þýskalands. En talið er að þýska stórveldið vilji fá Ter Stegen, keppinaut Neuer í þýska landsliðinu, ef hann er fáanlegur.

Diario Sport á Spáni segir að Ter Stegen gæti orðið dýrasti markvörður í heimi ef Bayern ætlar sér að kaupa hann. Daily Mail tekur upp úr grein Diario Sport og þar segir að hugsanlegt kaupverð sé 90 milljónir punda.

Samningur Ter Stegen við Barcelona rennur út 2022 og er Bayern sagt tilbúið að skoða það að fá hann á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út. Ólíklegt er þó að Barcelona leyfi þessum frábæra markverði að fara frítt.
Athugasemdir
banner
banner