Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   sun 29. mars 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ince býst við látum ef Liverpool fær ekki titilinn
Verður að klára tímabilið
Paul Ince býst við látum í Liverpool-borg ef Liverpool fær ekki afhentan Englandsmeistaratitilinn.

Á tímum kórónaveirunnar er óvissan mikil og ekki víst hvernig eða hvort eigi að ljúka yfirstandandi leiktíð í mörgum deildum í heiminum.

Talað hefur verið um að enda tímabilið eins og það er núna, klára það bakvið luktar dyr, spila restina í haust eða hreinlega þurkka það út og byrja upp á nýtt í haust.

Liverpool er með 25 stiga forskot og þarf einungis tvo sigra í viðbót til að gulltryggja titilinn. 30 ár eru síðan félagið vann síðast titilinn og segir Ince að það þurfi að klára tímabilið.

Ince sem er fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United segir: „Þetta er flókin staða því þú getur ekki gert alla ánægða."

„Geturu ímyndað þér 30 ára bið og þegar hún er alveg að enda þá er leiktíðin þurrkuð út og afskrifuð?"

„Það yrðu læti í Liverpool. Myndiru frekar reita eitt lið til reiði til að gera alla glaða eða gefa Liverpool titilinn?"

„Við verðum að klára tímabilið sama hvað gerist. Ef það er í maí eða júni, við erum bara að tala um níu leiki. Það skiptir ekki máli þó það sé bakvið luktar dyr, það eru aðrir sem stjórna því en það er of mikið undir fyrir alla, ekki bara Liverpool. Fallbaráttan er of jöfn svo það er á kristaltæru að það þarf að klára tímabilið."

„Við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en það gengur ekki upp að aflýsa og þurrka út þetta tímabil,"
sagði Ince að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner