Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mata: Allt er á réttri leið undir stjórn Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United voru búnir að vera á fínu skriði þegar allur fótbolti var stöðvaður vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Spánverjanum Juan Mata finnst Solskjær vera á réttri leið með liðið. Í gær var liðið eitt ár frá því að Manchester United samdi við Solskjær til frambúðar. Mata lýsti því í podcasti Manchester United þegar liðinu var tilkynnt að Solskjær væri að fara taka við liðinu eftir að Jose Mourinho var rekinn.

„Auðvitað hafði ég heyrt margar sögur frá því að hann var sjálfur að spila hér, um markið sem enginn gleymir og mörg önnur mörk. Við voru kallaðir á fund þar sem okkur var tilkynnt næstu skref 'Staðan er þannig það stefnir allt í það Ole sé að koma og stýra liðinu út þetta tímabil. Hann kemur frá Molde í Noregi'," sagði Mata um aðdragandann að því áður en Solskjær mætti aftur á Old Trafford.

„Um leið og hann kom fór að færast jákvæður andi yfir allt, maður gat séð strax að þarna var kominn maður með Manchester United DNA. Hann þekkti alla, þetta var greinilega mikill stuðningsmaður félagsins, hann var alltaf brosandi þegar maður sá hann. Svo að lokum var niðurstaðan sú að hann myndi stýra liðinu til frambúðar sem ég tel hafa verið góða ákvörðun, hann er á réttri leið með liðið," sagði Mata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner