Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. mars 2021 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Ísak í fríi frá námi á meðan EM stendur - „Háskólinn sýnir fullan skilning á því"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Ísak Óli Ólafsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, var til viðtals eftir leikinn gegn Danmörku í gær. Ísak lék fyrstu 75 mínúturnar þegar Ísland laut í lægra haldi, 0-2. Viðtalið má sjá hér neðst í fréttinni.

Ef ég spyr þig almennt út í veruna hér í Ungverjalandi. Hvernig hefur þetta verið?

„Æðislegt, frábær hópur og góðar æfingar inn á milli. Þetta er flott hótel og vel hugsað um okkur. Það er svolítið sérstakt að við megum ekki vera alveg jafn mikið saman [miðað við venjulega] án þess að halda ákveðnu bili á milli og vera með grímur, Annars er veran búin að vera mjög góð," sagði Ísak.

Ég veit að strákarnir eru búnir að vera mikið í FIFA og COD á milli æfinga. Ég veit að þú ert í fullu námi, ertu eitthvað sinna því hér?

„Nei, ekki hér. Ég ákvað bara að vera hér og ekki sinna því á meðan ég er hér. Háskólinn sýnir fullan skilning á því," sagði Ísak.
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner