Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 29. mars 2021 21:25
Victor Pálsson
Velur Pickford sem þriðja markvörð Englands á EM
Mynd: Getty Images
Darren Bent, fyrrum leikmaður Englands, væri til í að sjá Dean Henderson verja mark liðsins í lokakeppni EM í sumar.

Henderson er markvörður númer tvö hjá Manchester United en hefur þó fengið að spila í fjarveru David de Gea síðustu vikur.

Jordan Pickford er númer eitt hjá Gareth Southgate en það verður vonandi ekki raunin í sumar að mati Bent.

„Mér líkar við Henderson en hef áhyggjur af spilatímanum hans um leið og David de Gea kemur aftur," sagði Bent.

„Ef ég ætti að setja þá í röð þá yrði það örugglega Henderson, Pope og svo Pickford. Ég er hrifinn af Pickford en hann er of tilfinninganæmur. Á stórmóti eins og HM og EM þá þarftu á rólegum markverði að halda."

Pickford er 27 ára gamall og hefur leikið 30 landsleiki fyrir England á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner