Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 29. mars 2023 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Keflavík tapaði gegn Gróttu - Stefan Ljubicic spilaði
Stefan í leik með KR í fyrra.
Stefan í leik með KR í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Góður sigur hjá Gróttu.
Góður sigur hjá Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 4 - 2 Keflavík
Mörk Gróttu: Sigurður Steinar Björnsson, Ívan Óli Santos, Grímur Ingi Jakobsson og Arnþór Páll Hafsteinsson.
Mörk Keflavíkur: Magnús Þór Magnússon og Stefan Alexander Ljubicic.

Lengjudeildarlið Gróttu tók á móti Keflavík í æfingaleik í gær, leikið var á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi.

Lokatölur urðu 4-2 Gróttu í vil, Grótta líklegt til að gera góða hluti í Lengjudeildinni í sumar en seinna í dag kemur í ljós hvar Keflavík verður í spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina í sumar.

Það vakti athygli að Stefan Alexander Ljubicic skoraði annað af mörkum Keflavíkur í gær. Hann er leikmaður KR en ansi líklegt þykir að hann gangi í raðir Keflavíkur á næstu dögum. Þetta var fyrsti leikurinn hans eftir aðgerð.

Keflvíkingar verða án Ástralans Jodan Smylie í upphafi móts og gæti Stefan akkurat verið maðurinn sem Keflavík þarf á að halda í hans fjarveru. „Smylie er nýkominn úr liðþófaaðgerð og það eru alltaf einhverjar vikur sem tekur að jafna sig á því. Hann stóð sig vel áður en hann meiddist, en því miður reif hann liðþófa. Við reiknum með honum eftir nokkrar vikur."

„Við erum að skoða í kringum okkur alltaf, bæði geta einhverjir leikmenn farið frá okkur og einhverjir komið í staðinn. Við erum stöðugt að vinna í að styrkja hópinn okkar, hann er mjög breyttur, kannski breiðari en í fyrra. Fleiri ungir og efnilegir sem við væntum mikils af í sumar og þurfa að stíga upp. Við erum kannski með færri toppa en í fyrra. Það er planið okkar að halda betur í okkar bestu leikmenn í framtíðinni og til þess þarf félagið að stækka utan vallar,"
sagði þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson í viðtali í gær.

Byrjunarlið Keflavíkur:
Rosenörn; Nacho, Magnús Þór, Oleksiy Kovtun, Gunnlaugur; Sami Kamel, Sindri Snær, Frans; Sindri Þór, Marley Blair, Stefan Ljubicic.
Keflvíkingar að semja við leikmann - „Mun styrkja liðið fullt"
Athugasemdir
banner
banner