Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Arsenal og PSG: Vitinha maður leiksins - Slök frammistaða hjá Ödegaard
Mynd: PSG
Portúgalski miðjumaðurinn Vitinha var valinn maður leiksins af UEFA, fótboltasambandi Evrópu, eftir frammistöðuna í 1-0 sigrinum á Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Vitinha átti stórleik eins og svo margir aðrir í liði PSG, en það var hann sem hreppti verðlaunin að þessu sinni.

Gianluigi Donnarumma átti sömuleiðis nokkrar frábærar vörslur í leiknum.

Goal heldur utan um einkunnir leikmanna að þessu sinni en miðillinn valdi einmitt Donnarumma og Dembele besta.

Arsenal: Raya (6), Timber (5), Saliba (6), Kiwior (5), Lewis-Skelly (6), Rice (5), Merino (5), Ödegaard (4), Saka (6), Trossard (5), Martinelli (5).

PSG: Donnarumma (8), Hakimi (7), Marquinhos (8), Pacho (7), Mendes (7,5), Neves (8), Vitinha (7,5), Ruiz (7,5), Doue (7), Dembele (7), Kvaratskhelia (7,5).
Varamenn: Barcola (6), Ramos (6,5).


Athugasemdir
banner
banner
banner