Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Burton Albion björguðu sér formlega frá falli úr ensku C-deildinni í kvöld með því að gera 1-1 jafntefli við Wigan á heimavelli.
Selfyssingurinn var fremsti maður hjá Burton í kvöld en var skipt af velli í hálfleik.
Rumarn Burrell skoraði mark Burton snemma í seinni hálfleiknum, en gestirnir jöfnuðu seint í uppbótartíma. Það mark skipti hins vegar engu máli fyrir Burton sem hefur tryggt áframhaldandi veru í deildinni.
Burton er í 20. sæti með 47 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina.
Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Malmö vann Öster 2-0 í 6. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Arnór Sigurðsson var ekki með Malmö vegna meiðsla.
Malmö er í 4. sæti með 11 stig, fimm stigum frá toppnum.
Damir Muminovic lék þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá DPMM sem vann 3-1 útisigur á Geylang í úrvalsdeildinni í Singapúr.
DPMM er í 6. sæti með 32 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.
WE'VE DONE IT (AGAIN)????
— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) April 29, 2025
A truly extraordinary turnaround sees the Brewers complete the great escape ????#BAFC pic.twitter.com/GJ6y3Yp9vq
Athugasemdir