Paul Pogba gæti snúið aftur á völlinn bráðlega en hann er í viðræðum við DC United í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Þessi 32 ára gamli miðjumaður hefur ekki spilað fótbolta síðan í september 2023 eftir að hafa fengið 18 mánaða bann fyrir að falla á lyfjaprófi.
Þessi 32 ára gamli miðjumaður hefur ekki spilað fótbolta síðan í september 2023 eftir að hafa fengið 18 mánaða bann fyrir að falla á lyfjaprófi.
The Athletic greinir frá því að viðræðurnar við DC United séu ekki komnar mjög langt á leið.
Franski miðjumaðurinn var á sínum tíma talinn efnilegasti miðjumaður Evrópu en dalaði eftir mikil meiðslavandræði þegar hann var hjá Manchester United.
Athugasemdir