Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Diego Costa fyrir dómstóla - Sakaður um skattsvik
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Atletico Madrid, er á leið fyrir dómstóla á Spáni þann 4. júní.

Costa er sakaður um að hafa svikið yfir eina milljón evra undan skatti í kringum félagaskipti frá Atletico Madrid til Chelsea árið 2014.

Dómstólar á Spáni vilja að Costa verði dæmdur í hálfs árs fangelsi og að hann fái sekt upp á 500 þúsund evrur.

Costa getur greitt hærri sekt ef hann verður dæmdur í fangelsi og þá þarf hann ekki að sitja inni.

Þeir sem fá fangelsisdóm til tveggja ára eða minna á Spáni geta greitt hærri sekt og sloppið við að sitja inni.
Athugasemdir
banner
banner
banner