Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   sun 29. maí 2022 22:02
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dóri Árna: Við þurfum bara að þola það
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var léttir að klára leikinn eftir að þeir lágu svolítið á okkur. Það var karakter og góð varnar frammistaða sem lokaði þessu fyrir okkur," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

Blikar voru í erfiðleikum í seinni hálfleik og var það upplifun blaðamanns að þetta væri leikur sem Blikar höfðu misstigið sig í á seinasta tímabili.

„Já ef til vill er það rétt. Mér finnst tímabilið núna vera áframhald af því sem við gerðum eftir erfiða byrjun í fyrra. Liðið hefur þroskast og það var vel gert að loka þessu án þess að fá hættuleg færi á okkur, fyrir utan skotið hjá Kristófer í restina. Mér fannst hann vera á leiðinni inn enda er hann með baneitraða vinstri löpp. En þetta slapp til."

Um var að ræða þriðja leik Blika á viku og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort þreyttir fætur hafi spilað inn í frammistöðuna í seinni hálfleiknum. „Við gerðum vel að dreifa álaginu á móti Val svo það er svosem engin afsökun. Leiknismenn fóru líka í 120 mínútur sama dag. Völlurinn er samt þungur og erfiður og fæturnir voru þungir í lokin."

Þá var rætt um pressuna sem fylgir því að vera á toppnum. „Þeir sem segja að við séum að hlaupa í burtu með mótið eru að reyna að setja pressu á okkur og við þurfum bara að þola það."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner