Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 29. maí 2022 22:02
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dóri Árna: Við þurfum bara að þola það
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var léttir að klára leikinn eftir að þeir lágu svolítið á okkur. Það var karakter og góð varnar frammistaða sem lokaði þessu fyrir okkur," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

Blikar voru í erfiðleikum í seinni hálfleik og var það upplifun blaðamanns að þetta væri leikur sem Blikar höfðu misstigið sig í á seinasta tímabili.

„Já ef til vill er það rétt. Mér finnst tímabilið núna vera áframhald af því sem við gerðum eftir erfiða byrjun í fyrra. Liðið hefur þroskast og það var vel gert að loka þessu án þess að fá hættuleg færi á okkur, fyrir utan skotið hjá Kristófer í restina. Mér fannst hann vera á leiðinni inn enda er hann með baneitraða vinstri löpp. En þetta slapp til."

Um var að ræða þriðja leik Blika á viku og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort þreyttir fætur hafi spilað inn í frammistöðuna í seinni hálfleiknum. „Við gerðum vel að dreifa álaginu á móti Val svo það er svosem engin afsökun. Leiknismenn fóru líka í 120 mínútur sama dag. Völlurinn er samt þungur og erfiður og fæturnir voru þungir í lokin."

Þá var rætt um pressuna sem fylgir því að vera á toppnum. „Þeir sem segja að við séum að hlaupa í burtu með mótið eru að reyna að setja pressu á okkur og við þurfum bara að þola það."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner