Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 29. maí 2022 22:02
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dóri Árna: Við þurfum bara að þola það
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var léttir að klára leikinn eftir að þeir lágu svolítið á okkur. Það var karakter og góð varnar frammistaða sem lokaði þessu fyrir okkur," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

Blikar voru í erfiðleikum í seinni hálfleik og var það upplifun blaðamanns að þetta væri leikur sem Blikar höfðu misstigið sig í á seinasta tímabili.

„Já ef til vill er það rétt. Mér finnst tímabilið núna vera áframhald af því sem við gerðum eftir erfiða byrjun í fyrra. Liðið hefur þroskast og það var vel gert að loka þessu án þess að fá hættuleg færi á okkur, fyrir utan skotið hjá Kristófer í restina. Mér fannst hann vera á leiðinni inn enda er hann með baneitraða vinstri löpp. En þetta slapp til."

Um var að ræða þriðja leik Blika á viku og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort þreyttir fætur hafi spilað inn í frammistöðuna í seinni hálfleiknum. „Við gerðum vel að dreifa álaginu á móti Val svo það er svosem engin afsökun. Leiknismenn fóru líka í 120 mínútur sama dag. Völlurinn er samt þungur og erfiður og fæturnir voru þungir í lokin."

Þá var rætt um pressuna sem fylgir því að vera á toppnum. „Þeir sem segja að við séum að hlaupa í burtu með mótið eru að reyna að setja pressu á okkur og við þurfum bara að þola það."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner