Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   sun 29. maí 2022 22:02
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dóri Árna: Við þurfum bara að þola það
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var léttir að klára leikinn eftir að þeir lágu svolítið á okkur. Það var karakter og góð varnar frammistaða sem lokaði þessu fyrir okkur," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

Blikar voru í erfiðleikum í seinni hálfleik og var það upplifun blaðamanns að þetta væri leikur sem Blikar höfðu misstigið sig í á seinasta tímabili.

„Já ef til vill er það rétt. Mér finnst tímabilið núna vera áframhald af því sem við gerðum eftir erfiða byrjun í fyrra. Liðið hefur þroskast og það var vel gert að loka þessu án þess að fá hættuleg færi á okkur, fyrir utan skotið hjá Kristófer í restina. Mér fannst hann vera á leiðinni inn enda er hann með baneitraða vinstri löpp. En þetta slapp til."

Um var að ræða þriðja leik Blika á viku og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort þreyttir fætur hafi spilað inn í frammistöðuna í seinni hálfleiknum. „Við gerðum vel að dreifa álaginu á móti Val svo það er svosem engin afsökun. Leiknismenn fóru líka í 120 mínútur sama dag. Völlurinn er samt þungur og erfiður og fæturnir voru þungir í lokin."

Þá var rætt um pressuna sem fylgir því að vera á toppnum. „Þeir sem segja að við séum að hlaupa í burtu með mótið eru að reyna að setja pressu á okkur og við þurfum bara að þola það."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner