Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
   sun 29. maí 2022 22:02
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dóri Árna: Við þurfum bara að þola það
watermark Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var léttir að klára leikinn eftir að þeir lágu svolítið á okkur. Það var karakter og góð varnar frammistaða sem lokaði þessu fyrir okkur," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

Blikar voru í erfiðleikum í seinni hálfleik og var það upplifun blaðamanns að þetta væri leikur sem Blikar höfðu misstigið sig í á seinasta tímabili.

„Já ef til vill er það rétt. Mér finnst tímabilið núna vera áframhald af því sem við gerðum eftir erfiða byrjun í fyrra. Liðið hefur þroskast og það var vel gert að loka þessu án þess að fá hættuleg færi á okkur, fyrir utan skotið hjá Kristófer í restina. Mér fannst hann vera á leiðinni inn enda er hann með baneitraða vinstri löpp. En þetta slapp til."

Um var að ræða þriðja leik Blika á viku og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort þreyttir fætur hafi spilað inn í frammistöðuna í seinni hálfleiknum. „Við gerðum vel að dreifa álaginu á móti Val svo það er svosem engin afsökun. Leiknismenn fóru líka í 120 mínútur sama dag. Völlurinn er samt þungur og erfiður og fæturnir voru þungir í lokin."

Þá var rætt um pressuna sem fylgir því að vera á toppnum. „Þeir sem segja að við séum að hlaupa í burtu með mótið eru að reyna að setja pressu á okkur og við þurfum bara að þola það."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner