Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Éderson má fara frá Manchester City
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad er að gera sitt besta til að kaupa Éderson Moraes, markvörð Manchester City, í sumar.

Talið er að Ittihad sé reiðubúið til að borga 25 milljónir punda fyrir þennan þrítuga markvörð sem á tvö ár eftir af samingi sínum við Man City, eitt af allra bestu fótboltaliðum heims.

Fabrizio Romano greinir frá því að Man City sé reiðubúið til að leyfa markverðinum að ráða sinni eigin framtíð. Vilji Ederson fara verður hann seldur, annars ekki.

Hinn brasilíski Ederson er aðalmarkvörður hjá City en varamarkvörðurinn Stefan Ortega hefur verið að spila gríðarlega vel þegar Brassinn meiðist og er að veita heilbrigða samkeppni um byrjunarliðssætið.

Ederson spilaði 43 leiki á nýliðnu tímabili á meðan Ortega fékk að spila 20.
Athugasemdir
banner
banner