Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Þrír leikir í Pepsi Max-deild karla
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það fara þrír leikir fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld og verður viðureign Víkings R. og FH sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Breiðablik tekur þá á móti nýliðum Fjölnis á meðan Fylkir og Grótta eigast við.

Óljóst er hvort einhverjum leik verði frestað vegna smitbylgju Covid í íslenska knattspyrnuheiminum. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá smiti í kvennaliði Fylkis.

Breiðablik og FH eru meðal toppliða deildarinnar eftir tvær umferðir með sex stig. Víkingur hefur farið hægt af stað og er með tvö stig á meðan nýliðar Fjölnis eru með eitt stig. Fylkir og Grótta eru stigalaus.

Þá mætast KFG og Ægir í 3. deild karla en leikurinn átti upphaflega að fara fram laugardaginn 27. júní. Honum var frestað vegna smits í liði KFG.

Pepsi Max-deild karla
19:15 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-FH (Stöð 2 Sport - Víkingsvöllur)
19:15 Fylkir-Grótta (Würth völlurinn)

3. deild karla
20:00 KFG-Ægir (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner