mán 29. júní 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Pulisic getur orðið jafn góður og Salah
Mynd: Getty Images
Frank Lampard hefur mikla trú á bandaríska kantmanninum Christian Pulisic sem Chelsea keypti í janúar 2019. Pulisic er 21 árs gamall og kostaði um 60 milljónir punda.

Pulisic, sem missti af nokkrum mánuðum vegna meiðsla, er búinn að skora sjö mörk í átján úrvalsdeildarleikjum og telur Lampard ungstirnið geta náð sömu hæðum og leikmenn á borð við Raheem Sterling, Mohamed Salah og Sadio Mane.

„Hann getur orðið stórstjarna. Hann hefur frábært hugarfar og er enn að bæta sig sem leikmaður. Hann er hungraður í árangur og með mikinn metnað fyrir að bæta sig í fótbolta," sagði Lampard í viðtali við NBC í Bandaríkjunum eftir sigur Chelsea gegn Manchester City á fimmtudaginn. Pulisic skoraði fyrsta mark leiksins.

„Hann getur orðið jafn góður og Raheem Sterling, Mo Salah og Mane. Það sem er mikilvægast er að hann virðist skilja að það er mikil vinna framundan ef hann vill ná nýjum hæðum.

„Ég er mjög ánægður með hann, hann leggur mikið á sig á æfingum og er stöðugt að bæta sig."


Lampard telur Pulisic vera gríðarlega mikilvægan part af liðinu, sérstaklega eftir brottför Eden Hazard síðasta sumar.

Það verður þó ekkert gefins í byrjunarliðsbaráttunni hjá Chelsea á næstu leiktíð, þegar Hakim Ziyech og Timo Werner verða komnir til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner