Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mán 29. júní 2020 15:26
Elvar Geir Magnússon
Viðurkennir að Van de Beek gæti farið - Orðaður við Man Utd
Erik ten Hag, stjóri Ajax, viðurkennir að Donny van de Beek gæti fært sig um set þegar félagaskiptgalugginn opnar aftur.

Manchester United hefur verið að líta í kringum sig eftri miðjumanni og sagt að Van de Beek sé á óskalistanum.

Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax og fyrrum markvörður United, segir:

„Það er alveg ljóst að Real Madrid og United hafa áhuga á Donny van de Beek."

Van de Beek á tvö ár eftir af samningi sínum en hann skoraði átta mörk og átti sex stoðsendingar fyrir hollenska liðið á síðasta tímabili.

Ten Hag hefur opinberað að Van de Beek, markvörðurinn Andre Onana og Nicolas Tagliafico hafi allir samkomulag við Ajax um að þeir geti yfirgefið félagið í sumar, kjósi þeir það.
Athugasemdir
banner