banner
   þri 29. júní 2021 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Móðir Rabiot áreitti fjölskyldumeðlimi Mbappe og Pogba - „Þetta er vandræðalegt"
Adrien Rabiot
Adrien Rabiot
Mynd: EPA
Veronique Rabiot, móðir Adrien Rabiot og fyrrverandi umboðsmaður leikmannsins, var í tómu tjóni í stukunni er Sviss vann Frakkland í vítaspyrnukeppni á Evrópumótinu á dögunum.

Veronique gegndi hlutverki sem umboðsmaður leikmannsins en kom sér í klandur þegar hún gagnrýndi Paris Saint-Germain og þeirra meðhöndlun á Adrien árið 2019.

Hún sagði hann vera fanga hjá PSG. Rabiot var ekki valinn í franska landsliðið um tíma útaf henni og samskiptum hennar við Noel Le Graet, forseta franska knattspyrnusambandsins.

Ákvarðanatökur hennar settu svartan blett á feril Adrien en samkvæmt fréttum ákvað hann að finna sér annan umboðsmann árið 2019.

Veronique var í ham í stúkunni þegar Frakkar töpuðu fyrir Sviss í vítakeppninni en hún urðaði yfir fjölskyldu Kylian Mbappe og Paul Pogba og blótaði eiginlega öllum sem voru nálægt henni að því kemur fram í frönskum miðlum.

„Það er vandræðalegt hvernig hann tók þessa spyrnu, sérstaklega fyrir mann í hans gæðaflokki. Þetta var slök spyrna og ég vona að þið skammið hann á eftir," sagði Veronique við fjölskyldu Mbappe og reifst þá einnig við Pogba-fjölskylduna eftir að Pogba tapaði boltanum í þriðja marki Sviss.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner