Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. júní 2021 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Ég þurfti að vera leiðinlegi gaurinn í partýinu
Gareth Southgate fagnaði þegar England komst áfram en ekki of lengi þó
Gareth Southgate fagnaði þegar England komst áfram en ekki of lengi þó
Mynd: EPA
„Ég er svo ánægður með að geta gefið stuðningsmönnunum á vellinum þennan ótrúlega eftirmiðdag sem og öllum þeim sem horfðu og hlustuðu á heima fyrir. Við vitum hvað þjóðin hefur gengið í gegnum og að geta gefið þeim svona dag og þessa frammistöðu er sérstakt," sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Þýskalandi í kvöld.

Englendingar spila í 8-liða úrslitum Evrópumótsins eftir að hafa sent Þjóðverja heim.

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik ákváð Southgate að skipta Jack Grealish inn á og þá fóru hlutirnir að rúlla. Raheem Sterling skoraði fyrra markið á 75. mínútu og stuttu síðar gekk Harry Kane frá þýska liðinu.

„Leikmennirnir eru ótrúlegir og allir í hópnum. Þeir voru ákafir í pressunni og það var mikilvægt. Það er ástæðan fyrir því að ég breytti um kerfi og ekki bara að sitja til baka heldur að pressa á vængbakverðina þeirra og sjá til þess að við gætum pressað þá alls staðar á vellinum."

„Mér fannst við vera betri með boltann en við höfum verið undanfarið a mótinu og hraði Sterling og Saka var vandamál fyrir þá allan leikinn."

„Það eru dagar eins og þessi í dag sem þetta snýst allt um. Við vitum það að ef við veljum þetta kerfi og þessa leikmenn sem við völdum og vinnum ekki leikinn þá er þetta búið. Þú verður að hafa hugrekki og sannfæringu í þessu og ætli þetta hafi ekki verið besta leiðin."


England mætir Úkraínu eða Svíþjóð í 8-liða úrslitum á laugardag í Róm.

„Það sagði einhver við mig að þetta væri í fyrsta sinn í 50 ár þar sem við höfum farið í undanúrsllit og fylgt því eftir með að komast í 8-liða úrslit. Þessir leikmenn verða að halda áfram að skrifa sig í sögubækurnar. Þeir eru syngjandi í búningsklefanum en ég þurfti auðvitað að vera leiðinlegi gaurinn í partýinu eins og vanalega og sagði þeim að þetta lítur vel út en þýðir ekkert ef við töpum á laugardag."

„Þetta er frábært að við erum allir spenntir en við erum heimskir ef við höldum að við erum að fara auðveldu leiðina í drættinum. Við þurfum að gera vel á laugardag."

„Það verður erfitt að velja liðið á laugardag. Við erum ekki með alla stuðningsmennina sem við höfum verið með allt mótið og það hefði tekið mikinn kraft úr leikmönnunum bæði andlega og líkamlega að vera án þeirra," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner