Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
EM U19: Ísrael óvænt í úrslitaleik gegn Englandi
Jarell Quansah fagnar.
Jarell Quansah fagnar.
Mynd: Getty Images
Ísraelska U19 landsliðið kom á óvart í gær með því að vinna 2-1 sigur gegn Frakklandi í undanúrslitum Evrópumóts U19 landsliða sem fram fer í Slóvakíu.

Ísrael mun mæta Englandi í úrslitaleik á föstudagskvöld en liðin hafa þegar mæst á mótinu, England vann 1-0 sigur í lokaumferð riðlakeppninnar.

Enska U19 liðið lenti undir gegn Ítalíu í undanúrslitum í gær en kom til baka með tveimur mörkum úr föstum leikatriðum og vann 2-1 sigur.

Varamaðurinn Alex Scott, leikmaður Bristol City, og varnarmaðurinn Jarell Quansah, leikmaður Liverpool, skoruðu mörk Englands.
Athugasemdir
banner
banner