Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 15:23
Elvar Geir Magnússon
Kraftmikill seinni hálfleikur Íslands skilaði sigri í Póllandi
Icelandair
Ísland fagnar í Póllandi.
Ísland fagnar í Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane í leiknum.
Sveindís Jane í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pólland 1 - 3 Ísland
1-0 Ewa Pajor ('45)
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('52)
1-2 Sveindís Jane Jónsdóttir ('54)
1-3 Agla María Albertsdóttir ('84)

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu léku í dag sinn eina vináttulandsleik í undirbúningi fyrir EM á Englandi. Leikið var gegn Póllandi ytra.

Heimakonur leiddu verðskuldað í hálfleik en í seinni hálfleik var mun meiri kraftur í íslenska liðinu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði í 1-1, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti stoðsendinguna.

Tveimur mínútum síðar var Ísland komið í forystu þegar Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði.

„Þarna sýnir Sveindís af hverju hún er í byrjunarliðinu hjá einu besta liði heims. Veður bara inn á teiginn og smellir boltanum bara í þaknetið. Eins og að drekka vatn fyrir hana," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sem er í Póllandi og textalýsti leiknum.

Agla María Albertsdóttir kom svo af bekknum og átti lokaorðið á 84. mínútu. Íslenskur endurkomusigur nú þegar styttist í fyrsta leik á EM. Margt gott í leiknum í dag en ýmislegt sem hægt er að bæta.

„Geggjað mark. Við vinnum boltann hátt á vellinum og Agla María fær boltann. Hún horfir strax á markið og lætur vaða af einhverjum 20 metrum sirka. Boltinn syngur í netinu, glæsilegt mark hjá varamanninum."

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Byrjunarlið Pólland:
12. Karolina Klabis (m)
2. Martyna Wiankowska
5. Malgorzata Grec
6. Sylwia Matysik
7. Malgorzata Mesjasz
9. Ewa Pajor
10. Weronika Zawistowska
17. Zofia Buszewska
20. Nikola Karczewska
23. Adriana Achinska
25. Tanja Pawollek

Byrjunarlið Ísland:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
18. Guðrún Arnardóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner