Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 09:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Midtjylland kaupir ungan leikmann frá Stjörnunni (Staðfest)
Á unglingalandsliðsæfingu síðasta haust.
Á unglingalandsliðsæfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Midtjylland
Daníel Freyr Kristjánsson er genginn í raðir danska félagsins FC Midtjylland frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni. Samningur Daníels við Stjörnuna gilti út árið 2024 og því kaupir danska félagið leikmanninn.

Í vetur fór Daníel á reynslu hjá danska félaginu AGF sem og hjá Midtjylland. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Daníels, segir frá því að fleiri félög, m.a. sænsk félög og Fiorentina á Ítalíu höfðu áhuga á því að fá Daníel á reynslu í vetur en Daníel var ákveðinn að vilja fara til Midtjylland.

„Hann stóð sig vel á reynslu hjá Midtjylland og félagið hófst þegar handa við að reyna kaupa hann," sagði Ólafur sem staðfestir að samningur Daníels við dönsku bikarmeistarana sé til þriggja ára.

Daníel er sextán ára og spilar sem sóknarmaður hjá Stjörnunni. Hann hefur spilað með örðum flokki Stjörnunnar í sumar og kom einnig við sögu í Mjólkurbikarnum með meistaraflokki.

Daníel er unglingalandsliðsmaður og hefur spilað sem vinstri bakvörður í bæði U17 og U19 síðasta árið. Hann var í U19 liðinu sem mætti Írlandi í tveimur leikjum fyrr í þessum mánuði.

Daníel er snöggur leikmaður sem verður sautján ára í lok ágúst. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er leikmaður Midtjylland.

„Danni er einn af þessum ungu leikmönnum sem fengu fyrst tækifæri í fyrra og voru partur af nýrri stefnu félagsins og þó svo að hann hafi ekki komið mikið við sögu í leikjum meistaraflokks hingað til þá hefur þróun hans sem leikmanns verið hröð og er afar ánægjulegur vitnisburður um það sem við erum að gera í Garðabænum varðandi vinnu með unga leikmenn. Ég vil nota tækifærið og óska Danna til hamingju með þetta skref á hans ferli og við hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni enda frábær drengur sem á sannarlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson formaður mfl ráðs Stjörnunnar í tilkynningu Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner