Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 29. júlí 2021 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar á bekknum í Sambandsdeildinni
Hákon Arnar í leik með FCK.
Hákon Arnar í leik með FCK.
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson byrjar á bekknum í kvöld hjá FC Kaupmannahöfn. Danska liðið á útileik í Hvíta-Rússlandi gegn Torpedo BelAZ í Sambandsdeild UEFA.

Hákon er 18 ára gamall Skagamaður sem hefur vakið athygli með unglingaliðum FCK.

Hann hefur ekki enn komið við sögu í keppnisleik með aðalliðinu en það gæti gerst í kvöld.

Hákon gekk til liðs við FCK árið 2019 en hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Hann hefur verið að standa sig frábærlega með unglingaliðum félagsins, rétt eins og Orri Steinn Óskarsson. Hákon skrifaði nýverið undir samning til 2026 við FCK, sem er stærsta félag Danmerkur.

FCK er með 1-4 forystu í einvíginu gegn Torpedo og vonandi fær Hákon að spreyta sig. Leikurinn hefst núna klukkan 17:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner