Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
   fim 29. ágúst 2019 21:27
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Dagný: Viðurkenni að ég hefði getað skorað þrjú
Icelandair
Dagný í leiknum í kvöld
Dagný í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan ég spilaði síðast á Laugardalsvelli og bara ljúft að vera komin aftur og byrja þessa undankeppni á þrem stigum,“ sagði Dagný Brynjars eftir 4-1 sigur gegn Ungverjalandi í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  1 Ungverjaland

Ísland skoraði fyrsta mark leiksins en undir lok fyrri hálf leiks jöfnuðu Ungverjar og staðan því 1-1 í hálfleik.

„Ég er virkilega ánægð að hafa náð í þjrú stig, við gerðum þetta aðeins erfitt fyrir í fyrri hálfleik en við fórum vel yfir okkar mál í hálfleik og komum sterkar út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn sem er mikilvægt en við kannski hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn.“



„Við vorum ekki að gera hlutina nógu vel sem við erum góðar í og áttum að gera, við þurftum að spila boltanum hratt á milli vængja og í fáum snertingum en við hættum að gera það eftir að við skorum fyrra markið en við fórum yfir það í hálfleik og fórum aftur að gera það betur í seinni hálfleik.“

Dagný skoraði þriðja mark leiksins en fór illa með nokkur færi.

„Ég var svona svolítið týnd í fyrri hálfleik en kom mér betur inn í seinni hálfleikinn en ég viðurkenni að ég hefði hæglega getað skorað þrjú. En það skiptir ekki máli núna á meðan við náðum í þrjú stig og aðrar sáu um að skora mörkin en það var gamana að skora mörkin.“

Aðspurð sagðist Dagný ekkert vita hvernig áherslurnar yrðu fyrir næsta leik enda einbeitningin öll á Ungverjaleiknum. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner