„Það er langt síðan ég spilaði síðast á Laugardalsvelli og bara ljúft að vera komin aftur og byrja þessa undankeppni á þrem stigum,“ sagði Dagný Brynjars eftir 4-1 sigur gegn Ungverjalandi í undankeppni EM.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 1 Ungverjaland
Ísland skoraði fyrsta mark leiksins en undir lok fyrri hálf leiks jöfnuðu Ungverjar og staðan því 1-1 í hálfleik.
„Ég er virkilega ánægð að hafa náð í þjrú stig, við gerðum þetta aðeins erfitt fyrir í fyrri hálfleik en við fórum vel yfir okkar mál í hálfleik og komum sterkar út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn sem er mikilvægt en við kannski hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn.“
„Við vorum ekki að gera hlutina nógu vel sem við erum góðar í og áttum að gera, við þurftum að spila boltanum hratt á milli vængja og í fáum snertingum en við hættum að gera það eftir að við skorum fyrra markið en við fórum yfir það í hálfleik og fórum aftur að gera það betur í seinni hálfleik.“
Dagný skoraði þriðja mark leiksins en fór illa með nokkur færi.
„Ég var svona svolítið týnd í fyrri hálfleik en kom mér betur inn í seinni hálfleikinn en ég viðurkenni að ég hefði hæglega getað skorað þrjú. En það skiptir ekki máli núna á meðan við náðum í þrjú stig og aðrar sáu um að skora mörkin en það var gamana að skora mörkin.“
Aðspurð sagðist Dagný ekkert vita hvernig áherslurnar yrðu fyrir næsta leik enda einbeitningin öll á Ungverjaleiknum. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir