Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 29. ágúst 2019 21:27
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Dagný: Viðurkenni að ég hefði getað skorað þrjú
Icelandair
Dagný í leiknum í kvöld
Dagný í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan ég spilaði síðast á Laugardalsvelli og bara ljúft að vera komin aftur og byrja þessa undankeppni á þrem stigum,“ sagði Dagný Brynjars eftir 4-1 sigur gegn Ungverjalandi í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  1 Ungverjaland

Ísland skoraði fyrsta mark leiksins en undir lok fyrri hálf leiks jöfnuðu Ungverjar og staðan því 1-1 í hálfleik.

„Ég er virkilega ánægð að hafa náð í þjrú stig, við gerðum þetta aðeins erfitt fyrir í fyrri hálfleik en við fórum vel yfir okkar mál í hálfleik og komum sterkar út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn sem er mikilvægt en við kannski hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn.“



„Við vorum ekki að gera hlutina nógu vel sem við erum góðar í og áttum að gera, við þurftum að spila boltanum hratt á milli vængja og í fáum snertingum en við hættum að gera það eftir að við skorum fyrra markið en við fórum yfir það í hálfleik og fórum aftur að gera það betur í seinni hálfleik.“

Dagný skoraði þriðja mark leiksins en fór illa með nokkur færi.

„Ég var svona svolítið týnd í fyrri hálfleik en kom mér betur inn í seinni hálfleikinn en ég viðurkenni að ég hefði hæglega getað skorað þrjú. En það skiptir ekki máli núna á meðan við náðum í þrjú stig og aðrar sáu um að skora mörkin en það var gamana að skora mörkin.“

Aðspurð sagðist Dagný ekkert vita hvernig áherslurnar yrðu fyrir næsta leik enda einbeitningin öll á Ungverjaleiknum. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner