mán 29. ágúst 2022 12:46
Elvar Geir Magnússon
Ætlaði að rífa sig úr að ofan á gulu spjaldi þegar hann skoraði markið magnaða
Nökkvi var byrjaðu að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði...
Nökkvi var byrjaðu að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði...
Mynd: Akureyri.net - Skapti Hallgrímsson
...en fattaði þá skyndilega að það væri ekki sniðugt!
...en fattaði þá skyndilega að það væri ekki sniðugt!
Mynd: Akureyri.net - Skapti Hallgrímsson
Skapti Hallgrímsson á vefsíðunni akureyri.net var með myndavélina þegar Víkingur vann dramatískan endurkomusigur gegn KA á Greifavellinum í gær.

Hann náði frábærum myndum þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði seinna mark KA og sitt sautjánda deildarmark á tímabilinu.

„Markaskorarinn hugðist í hita augnabliksins svipta sér úr treyjunni þegar hann tók á rás í átt að áhorfendastúkunni með samherjana á hælunum, en hætti snarlega við; hefur líklega munað að einu verðlaunin fyrir það er gult spjald frá dómaranum!" skrifar Skapti.

Nökkvi var á gulu spjaldi og hefði því fokið af velli ef hann hefði rifið sig úr treyjunni og verið í banni í næsta leik.

Sjá einnig:
Sjáu mörkin: Stórkostleg afgreiðsla Nökkva

Nökkvi var reyndar stálheppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann fékk gula spjaldið sitt á 25. mínútu. Hann setti þá takkana í Helga Guðjónsson við hliðarlínuna. Þar hefði þessi frábæri leikmaður átt að vera sendur í sturtu.

Með því að smella hér má sjá myndir Skapta af markinu hjá Nökkva, frá nýju sjónarhorni, og umfjöllun um markametið sem hann nálgast.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner